Laugarvatnsþríþrautin 2018


Ægir3 stendur fyrir sjötta Íslandsmeistaramótinu í ólympískri þríþaut á Laugarvatni sunnudaginn 24. júní. Einnig verður boðið upp á hálf-ólympíska þraut og liðakeppni sem er tilvalin fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í þríþraut.

Ræst verður í ólympískri þríþraut klukkan 9:00 en í hálf-ólympískri þraut klukkan 10:00.

Verðlaun verða veitt í einstaklings- og liðakeppni auk útdráttarverðlauna.

Skráningu lýkur á miðnætti 20. júní og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Ólympísk þríþraut:
SUND – 1500m í Laugarvatni
HJÓL – 40km, tveir hringir um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 10km, þrír hringir um göngustíga og götur á Laugarvatni

Í boði er bæði einstaklings- og liðakeppni ásamt því að sérstakur byrjendaflokkur er einnig í boði í einstaklingskeppninni.

Keppnisgjald er 8.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.500 kr. fyrir lið.

Hálf ólympísk þraut:
SUND – 750m í Laugarvatni
HJÓL – 20km, einn hringur um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 5,3km, einn og hálfur hringur um göngustíga og götur á Laugarvatni

Einstaklingskeppni

Keppnisgjald er 5.000 kr.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.

Innifalið í keppnisgjaldi eru aðgangur að Fontana og súpa og brauð að lokinni keppni.

Keppt verður samkvæmt reglum Þríþrautarsambands Íslands.

Viðburður haldinn af:
Ægir3 (Sundfélagið Ægir)
kt. 420369-4929
Sundlaugavegi 30
105 Reykjavík
Símanúmer: 849 4172 ( Hildur Árnadóttir )
3aegir@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu

Búið að loka fyrir forskráningu