Gamlárshlaup ÍR

Endaðu hlaupaárið með stæl á gamlársdag

Gamlárshlaup ÍR

ATH. Hægt er að sækja númer og önnur keppnisgögn í Hörpu frá 9:30 til 11:15 á hlaupdag.

Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma enda brautin flöt og hröð, þá berjast aðrir um um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman að.

Auk 10 km hlaups er boðið upp á 3 km skemmtihlaup þannig að nú ættu sem flestir að geta tekið þátt, jafnt byrjendur sem börn og tilvalið fyrir fjölskyldur að taka sig saman á þessum síðasta degi ársins og taka þátt.
Frjálsíþróttadeild ÍR hefur veg og vanda að framkvæmdinni. Gamlárshlaupið á sér langa sögu sem einn stærsti og elsti hlaupaviðburður landsins en hlaupið hefur verið haldið síðan 1976, hvernig sem hefur viðrað.


Styrktaraðilar