Skráning: Fjarðargangan 2019


Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 9. febrúar 2019. Fjarðargangan stígur nú upp og verður að glæsilegum viðburði. Mikill metnaður er lagður í gönguna svo að upplifun þín verði sem skemmtilegust. Brautarlögn er sérstaklega gerð fyrir trimmara og er aðal markmiðið að hafa gaman og í leiðinni skora á sjálfan sig.

30 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 7.000 kr. til og með 2.febrúar, eftir það hækkar skráningargjald í 10.000 kr. Skráningu líkur 7.febrúar kl. 21:00. Hámark 150 þátttakendur, dregið í happadrætti úr skráðum þátttakendum 1.des, 2.jan og 2.feb. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
15 km fyrir 12 ára og eldri
skráningargjald 4.000 kr. til og með 2.febrúar, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr. Skráningu líkur 7.febrúar kl. 21:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.des, 2.jan og 2.feb. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening.
5 km ekkert aldurstakmark
skráningargjald 1.000 kr, engin tímamörk á skráningu, allir þátttakendur fá verðlaunapening.

Drög að dagskrá 8.-9. febrúar 2019
Föstudaginn 8. febrúar:
Afhending gagna og brautarlýsing
Laugardag 9. febrúar
11:00: Fjarðargangan - allir flokkar ræstir
16:00: Veisla í Tjarnarborg, verðlaun, útdráttarverðlaun, glæsilegt veislukaffi 20:00: Fjarðargönguhátíð, borðhald

Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!

Viðburður haldinn af:
Skíðafélag Ólafsfjarðar
kt. 591001-2720
Tindaöxl
625 Ólafsfjörður
Símanúmer: +354 892 0774 ( Kristján Hauksson )
fjardargangan@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Keppnisgreinar