Skráning: Bronsleikar ÍR 2021


Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.
Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi.

Tímasetning
Leikarnir árið 2021 verða haldnir í Laugardalshöll 2. október og hefst keppnin klukkan 9:00. Öllum keppendum verður raðað í hópa sem verða auglýstir og sendir út á alla keppendur 30. september. Þar verða upplýsingar um mætingu, rástíma og hvenær keppni lýkur hjá hverjum hópi. Áhorfendur verða ekki leyfðir á mótinu en hver keppnishópur má hafa 2 liðsstjóra með sér og hvetjum við félögin til að skipuleggja það vel.

Skráningu lýkur 29. september kl. 10:00.

Flokkar og keppnisfyrirkomulag
7 ára og yngri (2014+)
Fjölþraut barna – Börnin fara í 8 til 14 manna hópum í gegnum þrautabraut sem samanstendur af 6 þrautum.

8 – 9 ára (2012-2013)
Fjölþraut barna – Börnin fara í 8 til 14 manna hópum í gegnum þrautabraut sem samanstendur af 7 þrautum.

10 – 11 ára (2010-2011)
4þraut – Börnin mynda 8 manna hópa og reyna sig í langstökki, kúluvarpi, 60m hlaupi og 600m hlaupi.

Nánari upplýsingar
irfrjalsar@gmail.com
http://ir.is/frjalsar/bronsleikar-ir/

Viðburður haldinn af:
Frjálsíþróttadeild Í.R.
kt. 421288-2599
Skógarseli 12
109 Reykjavík
irfrjalsar@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu