Bláfjallagangan 2018


BLÁFJALLAGÖNGUNNI FRESTAÐ TIL SUNNUDAGS:

Vegna slæmrar spár á laugardag 10.febrúar hefur mótsnefnd Ullar í samráði við SKÍ ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni fram á sunnudag. Sömu tímar gilda og skráningar. Hinsvegar gæti verið að halda þyrfti gönguna á golfvelli GKG í Garðabæ. Það verður tilkynnt í síðasta lagi kl. 08:00 á sunnudagsmorgun facebook síðu félagsins og heimasíðunni www.ullur.is.

Strompaskautið verður einnig á sunnudag ef það tekst að halda Bláfjallagönguna í Bláfjöllum. Þá yrði startað í beinu framhaldi af Bláfjallagöngunni, þ.e. að sá sem yrði fyrstur í Bláfjallagöngunni 20 km færi fyrstur af stað. Næsti maður færi svo af stað jafnt langt og hann yrði á eftir fyrsta manni í Bláfjallagöngunni og svo koll af kolli. Ekki verður hægt að keppa eingöngu í Strompaskautinu. Keppendur mega skipta um skíði eftir 20 km Bláfjallagöngu yfir í skautaskíði og stafi. Ekki væri heldur leyfilegt fyrir einhvern að keppa í 10 km í Bláfjallagöngunni og svo í Strompaskautinu út af þessum sérstöku aðstæðum. Þeir sem skrá sig í Strompaskautið líka fá 50% afslátt af þátttökugjaldinu.

Önnur dagskrá heldur sér. Verðlaunaafhending og kaffihlaðborðið er svo í Áskirkju frá kl. 15:00 á sunnudaginn.

Mótanefnd.

Laugardagurinn 10. febrúar

Bláfjallagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Í boði voru fjórar vegalengdir, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km, og þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar.
Samkvæmt reglum Íslandsgöngunnar eru það aðeins 16 ára og eldri sem mega ganga 20 km, þeir sem yngri eru verða að láta sér nægja 10 km, 5 km eða 1 km.
Gangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum kl. 12:00. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga 20 km á skemmri tíma en tveimur klukkustundum eiga þess kost að byrja gönguna hálftíma fyrr, eða kl. 11:30.

Sunnudagurinn 11. febrúar

Strompaskaut
Strompaskautið var haldið í fyrsta skipti 2017en þar er keppt með frjálsri aðferð. 10 ára og yngri fara 1 km, 11-12 ára fara 5 km, 13-16 ára fara 7,5 km, konur 17 ára og eldri fara 15 km og karlar 17 ára og eldri 30 km. Gangan hefst kl 11.

Viðburður haldinn af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
Símanúmer: 894 6337 ( Málfríður )
ullarpostur@gmail.com


Búið að loka fyrir forskráningu

Lokað var fyrir forskráningu 10.02.2018 klukkan 12:00.