Bláfjallagangan 2018


ATH BREYTT DAGSETNING

Því miður er veðurspá laugardagsins 24. mars afar slæm og við sjáum okkur ekki annað fært en að flytja Bláfjallagönguna til sunnudagsins 25. mars, sama tíma og hafði verið auglýstur fyrir laugardag. Af þessum völdum verður ekkert af Stromaskautinu í ár, því miður. Við vonumst til að sjá sem allra flesta, enda er spáin mjög góð fyrir sunnudag! Mótsstjórn

Sunnudagurinn 25. mars

Bláfjallagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Í boði voru fjórar vegalengdir, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km, og þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar.
Samkvæmt reglum Íslandsgöngunnar eru það aðeins 16 ára og eldri sem mega ganga 20 km, þeir sem yngri eru verða að láta sér nægja 10 km, 5 km eða 1 km.
Gangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum kl. 12:00. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga 20 km á skemmri tíma en tveimur klukkustundum eiga þess kost að byrja gönguna hálftíma fyrr, eða kl. 11:30.

Viðburður haldinn af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
Símanúmer: 894 6337 ( Málfríður )
ullarpostur@gmail.com


Búið að loka fyrir forskráningu

Lokað var fyrir forskráningu 24.03.2018 klukkan 22:00.