Austur Ultra 2024


Keppnishaldari

Megin ehf.
Kt. 550321-3000
Símanr.: 6996684
info@austurultra.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Austur Ultra 2024

Austur Ultra verður haldið í fjórða sinn um verslunarmannahelgina þann 3. ágúst næstkomandi. Í Austur Ultra er hlaupið um land Stafafells í Lóni á Austurlandi. Svæðið er eitt stórkostlegasta og fjölbreytilegasta þversnið af íslenskri náttúru sem hægt er að komast í. Frá hálendismelum um grösugan dal óbyggðanna. Eftir litskrúðugum skriðum, hrikalegu jökulsárgljúfri og gróskumiklum birkiskógi.

Þrjár vegalengdir eru í boði, 53 km, 18 km og 9 km. Rásmark allra vegalengda verður í Hvannagili. Þangað komast allir bílar og þar er einnig hægt að leggja bílum. Hvannagil er í um 10 mínútna keyrslu af þjóðvegi 1 og koma keppendur sér sjálfir að rásmarkinu.

Drykkjarstöðvar verða við Eskifellsbrú, Kollumúla og í Hvannagili. Endamark verður á tjaldstæðinu á Stafafelli og verður þar tónlist, grill og drykkir. 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.austurultra.is


Austur Ultra 53 km

  • Skráningargjald: 19.900 kr.
  • Rásmark - Hvannagil
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 53 km
  • Hækkun - 1890 m
  • Lækkun - 1928 m
*Lágmarksþátttaka 12 manns.

Austur Ultra 18 km

  • Skráningargjald: 8.900 kr.
  • Rásmark - Hvannagil
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 17.7 km
  • Hækkun - 577 m
  • Lækkun - 614 m

Austur Ultra 9 km

  • Skráningargjald: 5900 kr.
  • Rásmark - Hvannagil
  • Endamark - Stafafell
  • Vegalengd - 9 km
  • Hækkun - 216 m
  • Lækkun - 260 m


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

03.08.2024